Minningarorð
+Pétur Geir Helgason
1932-2021
fv. skipstjóri og útgerðarmaður
frá Ísafirði

Ég horfi út á Sundin blá úti fyrir höfuðborginni úr gluggunum heima. Sjór hefur verið sléttur og kyrr síðustu daga en fyrir helgina hvítnaði í báru og sægrænir litaflákar skreyttu yfirborðið. Fiskibátar og seglskútur sigldu út eins og sjómenn hafa gert um aldir hér á landi. „Föðurland vort hálft er hafið“ segir í fögrum sjómannasálmi, helmingur föðurldands okkar liggur í sædjúpinu.
„Legg þú út á djúpið og leggið net ykkar til fiskjar“, sagði Jesús við Símon Pétur. Og hann fór eftir orðum hans og fyllti bátinn.
Lesa meira
You must be logged in to post a comment.