Afmæliskveðja til Alþingis

Grein rituð í Kjarnann sunnudaginn 20. okbóber 2019 þegar 7 ár eru liðin frá því að þjóðin sagði hug sinn til nýju stjórnarskrárinnar og lýsti yfir stuðningi við helstu atriði hennar. Þjóðin bíður enn eftir efndum Alþingis.

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan og þú færð greinina upp í nýjum glugga: Afmæliskveðja til Alþingis

Haukur Böðvarsson 1949-1980 – 70 ár eru liðin frá fæðingu hans

Haukur Böðvarsson

F. 18. sept. 1949. d 25. feb. 1980.

Haukur Böðvarsson

Í dag, 18. október 2019, þegar 70 ár eru liðin frá fæðingu æskuvinar míns, Hauks Böðvarssonar, minnist ég hans með virðingu og þökk. Hann fórst með skipi sínu, m/b Eiríki Finnssyni og áhöfn í Ísfjaðardjúpi 25. febrúar 1980 í miklu óveðri sem enginn sá fyrir.

Vinátta okkar hófst fyrir fermingaaldur og við brölluðum margt saman fram á unglingsár. Eftir að ég flutti suður hittumst við sjaldnar en gleði ríkti ávalt er fundum okkar bar saman. Lesa meira